Monique hefur elskað og búið á Íslandi í hálfa öld. Hún fór frá heimabæ sínum, Normandí í Frakklandi fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, aðeins tvítug að aldri. Það varð upphafið að yndislegu ævintýri og miklum vendipunkti í lífi hennar.
Monique flutti frá París til Reykjavíkur árið 1970. Hún steig sín fyrstu skref á Íslandi hjá sendirráði Frakklands þar sem hún starfaði sem au pair fyrir franska sendiherrann. Hún starfaði þar í nokkur ár, ár sem mörkuðu upphafið að ævilöngu sambandi Frakklands og Íslands.
Hún starfaði hjá Landsspítalanum í Reykjavík í 32 ár. Á sama tíma deildi hún ástríðu sinni á Íslandi með ferðamönnum, á gistiheimili sínu “Chez Monique” sem hún rak með þáverandi manni sínum.
“Chez Monique” varð strax í miklu uppáhaldi hjá frönskumælandi ferðamönnum og Frökkum sem voru nýkomnir til Íslands. Nánast hver einasti Frakki sem hefur flutt til Íslands hefur gist hjá eða kynnst Monique. Hún er talin af mörgum einn helsti gestgjafi franskra íbúa á Íslandi.
En ástríða hennar fyrir ferðamönnum og að deila ást sinni á Íslandi er enn sú sama.
Monique leigir ennþá út íbúðir sínar á Tjarnargötu, sem er mjög vel staðsett gata í miðbæ Reykjavíkur. Hún notar enn nafnið “Chez Monique” því það stendur fyrir allt sem Monique sjálf stendur fyrir: gríðarlegri hlýju og mjög indælli reynslu í Reykjavík.